Farþegaflugvél í Miðjarðarhaf

Vél af gerðinni Airbus A320 sem fór í hafið.
Vél af gerðinni Airbus A320 sem fór í hafið. Reuters

Farþegarflugvél af gerðinni Airbus A320 steyptist í Miðjarðarhafið undan strönd Frakklands. Vélin var í æfingaflugi og fimm manns voru um borð, að sögn embættismanna.  

Flak vélarinnar er í sjónum undan borginni Perpignan þaðan sem hún fór fyrr í dag. Engar fréttir hafa borist af áhöfninni. Björgunarflugvél, þyrla og varðskip eru á svæðinu við leit.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert