Indverjar stöðva pakistönsk skip

Indverski sjóherinn stöðvaði tvö pakistönsk flutningaskip undan ströndum Indlands í dag skammt frá borginni Mumbai. Sjóherinn sagðist fyrr í dag vera að hvort grunsemdir um að menn sem gerðu árásir í borginni í dag hefðu komið til Indlands með stórum skipum og síðan farið í land í hraðbátum.

Hópar vopnaðra manna gerði í gær árásir víðsvegar um Mumbai og tók m.a. vestræna ferðamenn í gíslingu á hótelum. Að minnsta kosti 125 manns létu lífið og talið er að byssumenn haldi enn gíslum í hóteli í borginni. 

Manmohan Singh, forsætisráðherra, Indlands, sagði í sjónvarpsávarpi í dag, að hryðjuverkamennirnir hefðu komið frá öðru landi. Embættismenn Indlandshers sagði, að mennirnir hefðu komið frá Pakistan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert