Neyðarlög boðuð í Tailandi

Mótmælendur berja mann fyrir að keyra leigubíl að alþjóðaflugvellinum í …
Mótmælendur berja mann fyrir að keyra leigubíl að alþjóðaflugvellinum í Bangkok höfuðborg Tailands AP

Yf­ir­völd í Tailandi hafa lýst því yfir að þau hygg­ist setja neyðarlög á tveim­ur flug­völl­um Bag­kok-borg­ar en mót­mæl­end­ur, sem krefjast af­sagn­ar stjórn­ar­inn­ar, hafa flug­vell­ina á sínu valdi. Þetta kem­ur fram á frétta­vef BBC.

Mik­il spenna er í land­inu og ganga sögu­sagn­ir um yf­ir­vof­andi vald­arán hers­ins nú fjöll­un­um hærra. Í gær hafnaði Somchai Wongsawat for­sæt­is­ráðherra til­mæl­um Anupong Paochinda yf­ir­manns hers­ins um að boðað verði til kosn­inga líkt og mót­mæl­end­ur hafa kraf­ist. 

Sam­kvæmt tai­lensk­um neyðarlög­um eru sam­kom­ur fleiri en fimm ein­stak­linga bannaðar. Þá eru hand­tök­ur heim­ilaðar án ákæru og hægt er að tak­marka starf­semi fjöl­miðla.

Stjórn­ar­and­stæðing­arn­ir sem tóku yfir alþjóðlega flug­völl­inn í Bang­kok í Taílandi í fyrra­dag lokuðu öðrum flug­velli í morg­un.

Stuðnings­menn Þjóðarsam­taka fyr­ir lýðræði (PAD) þyrpt­ust að Don Mu­eang flug­vell­in­um seint í gær í því skyni að hindra þing­menn í að fljúga til Chiang Mai í norður­hluta lands­ins þar sem þeir höfðu verið boðaðir til neyðar­fund­ar með Somchai.  Hann hef­ur ekki getað flogið til höfuðborg­ar­inn­ar frá því hann kom heim frá Perú í fyrra­dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert