Óttast að sjö hafi farist

Vél af gerðinni Airbus A320 eins og sú sem fórst …
Vél af gerðinni Airbus A320 eins og sú sem fórst í dag. Reuters

Óttast er að sjö hafi látið lífið þegar Airbus A320 farþegaflugvél frá Air New Zealand steyptist í Miðjarðarhafið undan strönd Frakklands síðdegis. Vélin var í æfingaflugi en hún hafði verið til viðhalds í borginni Perpignan. Eitt lík hefur fundist í sjónum en sex annarra er saknað.

Verið var að kanna hvort stjórntæki og annar búnaður vélarinnar virkaði eins og til var ætlast þegar vélin steyptist skyndilega í sjóinn.

Skip og flugvélar eru við leit á svæðinu en flak vélarinnar er fundið um 2,5 km frá landi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert