Desmond Tutu, erkibiskup í Suður-Afríku, hleypti í dag af stokkunum átaki gegn hvalveiðum. Fordæmdi Tutu þær grimmúðlegu aðferðir, sem notaðar eru við hvalveiðar. Tutu hefur m.a. fengið friðarverðlaun Nóbels.
Alþjóða dýraverndunarsjóðurinn, IFAW, styður átak Tutus. Sögðu fulltrúar sjóðsins að hvalir séu venjulega skotnir með sprengiskutlum.
Ýmsir þekktir einstaklingar styðja hvalverndarátak Tutus, þar á meðal breski leikarinn Pierce Brosnan.