Umsátur í Mumbai

00:00
00:00

Rúm­lega hundrað manns eru látn­ir eft­ir að hóp­ar vopnaðra manna réðust inn á nokk­ur hót­el, veit­ingastað, yf­ir­fulla lest­ar­stöð og miðstöð gyðinga í Mumbai á Indlandi í gær­kvöldi. Vest­ræn­um ferðamönn­um er haldið í gísl­ingu og enn er setið um hluta borg­ar­inn­ar.

Að sögn yf­ir­valda er vitað til þess að 101 hafi lát­ist og 287 særst. Átta árás­ar­mann­anna hafa verið drepn­ir. Enn heyr­ist byssugnýr í borg­inni og til­kynnt hef­ur verið um út­göngu­bann í ná­grenni við Taj Mahal hót­elið þar sem sér­sveit­ar­menn hafa verið send­ir inn en gísl­ar eru í haldi á hót­el­inu, einnig eru gísl­ar í haldi á Oberoi hót­el­inu.  

Að sögn ind­verskra stjórn­valda er talið að 10-12 vopnaðir menn haldi 100-200 gísl­um í hót­el­un­um. Gíslatöku­menn­irn­ir krefjast þess að all­ir íslam­ist­ar verði látn­ir laus­ir úr ind­versk­um fang­els­um en stjórn­völd segja úti­lokað að samið verði við þá.

Áður óþekkt­ur hóp­ur múslima sem kall­ar sig Deccan Muja­hi­deen hafa lýst yfir ábyrgð á árás­un­um en ekki hef­ur reynst mögu­legt að sann­reyna þá yf­ir­lýs­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert