Medvedev á Kúbu

Medvedev og Castro á Kúbu
Medvedev og Castro á Kúbu RIA NOVOSTI

Dímítrí Medvedev, Rússlandsforseti, er nú staddur í opinberri heimsókn á Kúbu og þykir líklegt að hann og Raúl Castro, forseti Kúbu muni undirrita samninga um olíuleit og framleiðslu nikkels.

„Við eigum regluleg samskipti. Samskipti þjóðanna hafa verið góð en síðasta hálfa árið hafa þau verið sérlega náin,“ sagði Medvedev eftir fund með Castro. Rússnesk fyrirtæki hafa áhuga á olíuborun við strandir Kúbu auk þess sem þau hafa sýnt áhuga á nikkelverksmiðjum.

Kúba er síðasta landið sem Medvedev heimsækir á ferð sinni um Suður-Afríku.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert