Medvedev á Kúbu

Medvedev og Castro á Kúbu
Medvedev og Castro á Kúbu RIA NOVOSTI

Dímítrí Med­vedev, Rúss­lands­for­seti, er nú stadd­ur í op­in­berri heim­sókn á Kúbu og þykir lík­legt að hann og Raúl Castro, for­seti Kúbu muni und­ir­rita samn­inga um olíu­leit og fram­leiðslu nikk­els.

„Við eig­um reglu­leg sam­skipti. Sam­skipti þjóðanna hafa verið góð en síðasta hálfa árið hafa þau verið sér­lega náin,“ sagði Med­vedev eft­ir fund með Castro. Rúss­nesk fyr­ir­tæki hafa áhuga á olíu­bor­un við strand­ir Kúbu auk þess sem þau hafa sýnt áhuga á nikk­el­verk­smiðjum.

Kúba er síðasta landið sem Med­vedev heim­sæk­ir á ferð sinni um Suður-Afr­íku.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert