Meintur njósnari tekinn af lífi í Peking

Wo Weihan á brúðkaupsdegi dóttur sinnar.
Wo Weihan á brúðkaupsdegi dóttur sinnar. AP

Kínversk stjórnvöld hafa tekið vísindamann af lífi sem var sakaður um að njósna fyrir Taívan. Fjölskylda Wo Weihan báðu stjórnvöld um að sýna honum miskunn, en þau segja að yfirvöld hafa pyntað Wo til að játa á sig sök. Hann hlaut dóm í fyrra.

Wo, sem var 59 ára, rak sitt eigið fyrirtæki sem sérhæfði sig í læknisrannsóknum. Hann var handtekinn árið 2005, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins.

Hann m.a. dæmdur fyrir að hafa útvegað stjórnvöldum í Taívan kínversk hernaðarleyndarmál. Kínversk stjórnvöld líta á Taívan sem kínversk hérað.

Fram kemur í dómsskjölum að Wo hafi njósnað fyrir samtök sem kallast The Grand Alliance for the Reunification of China under the Three Principles of the People á milli áranna 1989 og 2003.

Að sögn kínverskra yfirvalda njóta samtökin verndar stjórnarflokksins í Taívan, Kuomintang.

Talsmaður sendiráðs Bandaríkjanna í Peking hefur fordæmt aftökuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert