Indverskir sérsveitarmenn haf umkringt Taj Mahal-hótelið í Mumbai á Indlandi rúmum tveimur sólarhringum eftir að íslamskir hryðjuverkamenn gerðu árásir í borginni. Um 155 hafa látið lífið og 327 hafa særst í árásunum.
Um 100 gíslum var komið til bjargar á öðru hóteli á borginni. Það hefur hins vegar verið staðfest að nokkrir gíslar hafi verið teknir af lífi í miðstöð gyðinga í borginni eftir að indverskir hermenn gerðu árás.
Tuttugu og níu ára gamalla rabbíni og eiginkona hans eru á meðal þeirra sem létust.
Utanríkisráðherra Indlands segir að aðilar sem tengist Pakistans hafi staðið á bak við árásirnar í Mumbai.