Var í leigu hjá XL Airways

Skip og bátar leituðu á Miðjarðarhafi þar sem flugvélin steyptist …
Skip og bátar leituðu á Miðjarðarhafi þar sem flugvélin steyptist í sjóinn. AP

Tveir hafa fundist látnir en fimm er enn saknað eftir að Airbus A320 flugvél í eigu Air New Zealand hrapaði í Miðjarðarhafið í gær. Vélin hafði verið í leigu hjá leiguflugfélaginu XL Airways frá árinu 2006. XL Airways var dótturfélag breska ferðaþjónustufyrirtækisins XL Leisure, sem um tíma var í eigu Eimskips en síðan selt. 

XL Leisure varð gjaldþrota í september og féllu þá 26 milljarða króna ábyrgðir á Eimskip. Rekstri dótturfélaga XL í Þýskalandi og Frakklandi var hins vegar haldið áfram og Straumur fjárfestingarbanki eignaðist þá starfsemi.  

Airbus A320
Airbus A320 HO
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert