Vilja ræða við yfirvöld

Mótmælendur koma upp vegatálmum
Mótmælendur koma upp vegatálmum DARREN WHITESIDE

Taílenskir stjórnarandstæðingar sem tekið hafa yfir tvo helstu flugvelli Bangkok hafa samþykkt að eiga formlegar viðræður við taílensk yfirvöld á morgun. Hundruðir lögreglumanna hafa tekið sér stöðu fyrir utan Suvarnabhumi flugvöll en lögregluyfirvöld hafa ítrekað að ekki verði gert áhlaup á flugstöðina.

Forsætisráðherra Taílands lýsti í gær yfir neyðarástandi á flugvöllunum tveimur og sagði mótmælendurna halda landinu í gíslingu.

Í viðræðunum við yfirvöld verða einni viðstaddir ríkisstjóri Samut Prakam-héraðs þar sem Suvarnabhumi flugvöllur er staðsettur, fulltrúi flugvalla í Taílandi, formaður mannréttindasamtaka og fjölmiðlar.

Mótmælendur krefjast þess að ríkisstjórnin segi af sér og sakar hana um spillingu og tengsl við fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Thaksin Shinawatra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert