Hóta að steypa kanadísku stjórninni

Stephen Harper, leiðtogi íhaldsmanna í Kanada.
Stephen Harper, leiðtogi íhaldsmanna í Kanada. Reuters

Kanadíska stjórn­ar­andstaðan hót­ar að steypa nýend­ur­kjör­inni stjórn Stephens Har­pers for­sæt­is­ráðherra vegna meints skorts á öfl­ug­um viðbrögðum henn­ar við krepp­unni.

Rök stjórn­ar­and­stöðuflokk­anna þriggja eru þau að aðgerðir stjórn­valda muni að óbreyttu ekki duga til að forða land­inu frá frek­ari niður­sveiflu, nú þegar nokkr­ar vik­ur eru liðnar frá end­ur­kjöri Har­pers.

Harper hef­ur brugðist við hót­un­inni með því að fresta at­kvæðagreiðslunni sem ætlað er að fella minni­hluta­stjórn hans þar til 8. des­em­ber.

En íhalds­menn, und­ir stjórn Har­pers, juku þingstyrk sinn úr 127 sæt­um í 143. Alls þarf 155 sæti til að ná þing­meiri­hluta á kanadíska þing­inu, þar sem eru 308 þing­sæti.

Hef­ur Harper sakað Stephane Dion, leiðtoga Frjáls­lynda­flokks­ins, um að reyna að ná völd­um án þess að fara lýðræðis­leiðina í gegn­um kosn­ing­ar. 

Stjórn­ar­andstaðan kveðst hins veg­ar ekki geta samþykkt end­ur­skoðuð fjár­lög stjórn­ar­inn­ar, sem Jim Flaherty fjár­málaráðherra kynnti á fimmtu­dag, enda skorti þar viðleitni til að örva hag­kerfið upp úr þeim öldu­dal sem það er sigið í. 

Að sögn AP-frétta­stof­unn­ar hafa marg­ir hag­fræðing­ar tekið und­ir gagn­rýn­ina.

Hyggj­ast frjáls­lynd­ir leggja fram van­traust­stil­lögu á þing­inu, ásamt því að leggja fram til­lögu að nýrri starf­hæfri stjórn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert