Minnsta jólaverslunin í 25 ár?

Útlit er fyrir dræma jólaverslun í Lundúnum í ár.
Útlit er fyrir dræma jólaverslun í Lundúnum í ár. Reuters

Bresk­ir kaup­menn ótt­ast að jóla­versl­un­in í ár verði sú dræm­asta í ald­ar­fjórðung. Freista þeir þess nú að laða að viðskipta­vini með því að bjóða upp á helm­ingsafslátt af nýj­um vör­um.

Sam­kvæmt nýrri könn­un fyr­ir­tæk­is­ins CBI var sam­drátt­ur­inn í sölu í síðasta mánuði sá mesti í um ald­ar­fjórðung og eru versl­un­ar­eig­end­ur sagðir von­litl­ir um að breyt­ing verði þar á fram að jóla­hátíðinni.

Í könn­un­inni kem­ur fram að versl­un­ar­eig­end­ur bú­ast við dræmri sölu enn í fyrra og kveðst mik­ill minni­hluti, eða 16 pró­sent aðspurðra, eiga von á að sal­an muni aukast á næstu þrem­ur mánuðum, að því er fram kem­ur á vef dag­blaðsins The Times.  

Seg­ir þar að sam­drátt­ur­inn gæti nær gert út af við marg­ar versl­an­ir, sem bjóði nú í ör­vænt­ingu sinni upp á 20 til 50 pró­sent af­slátt í von um að af­stýra því versta.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert