Minnsta jólaverslunin í 25 ár?

Útlit er fyrir dræma jólaverslun í Lundúnum í ár.
Útlit er fyrir dræma jólaverslun í Lundúnum í ár. Reuters

Breskir kaupmenn óttast að jólaverslunin í ár verði sú dræmasta í aldarfjórðung. Freista þeir þess nú að laða að viðskiptavini með því að bjóða upp á helmingsafslátt af nýjum vörum.

Samkvæmt nýrri könnun fyrirtækisins CBI var samdrátturinn í sölu í síðasta mánuði sá mesti í um aldarfjórðung og eru verslunareigendur sagðir vonlitlir um að breyting verði þar á fram að jólahátíðinni.

Í könnuninni kemur fram að verslunareigendur búast við dræmri sölu enn í fyrra og kveðst mikill minnihluti, eða 16 prósent aðspurðra, eiga von á að salan muni aukast á næstu þremur mánuðum, að því er fram kemur á vef dagblaðsins The Times.  

Segir þar að samdrátturinn gæti nær gert út af við margar verslanir, sem bjóði nú í örvæntingu sinni upp á 20 til 50 prósent afslátt í von um að afstýra því versta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert