Clinton verði kjölfestan

Barack Obama og Hillary Clinton.
Barack Obama og Hillary Clinton. Reuters

Banda­ríska dag­blaðið The New York Times seg­ir að póli­tísk­ar sætt­ir milli Barack Obama, verðandi for­seta Banda­ríkj­anna, og öld­unga­deild­arþing­manns­ins Hillary Cl­int­on muni verða inn­siglaðar með form­leg­um hætti á morg­un þegar Obama mun út­nefna Cl­int­on sem næsta ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna.

Þetta hef­ur blaðið eft­ir nán­um sam­starfs­mönn­um Obama í dag.

Cl­int­on, sem háði harða bar­áttu við Obama um for­seta­út­nefn­ingu demó­krata fyrr á þessu ári, er vænt­an­leg til Chicago þar sem hún mun koma fram með Obama, sem er þeirr­ar skoðunar að Cl­int­on muni styrkja næstu rík­is­stjórn.

Cl­int­on mun vera kjöl­festa teym­is sem hef­ur yf­ir­um­sjón með ör­ygg­is­mál­um í Banda­ríkj­un­um. Þá hef­ur komið fram að það sé talið lík­legt að Obama muni til­kynna það með form­leg­um hætti að re­públi­kan­inn Rober Gates muni áfram starfa sem varn­ar­málaráðherra lands­ins. Hann hef­ur gegnt embætt­inu und­an­far­in tvö ár.  Þá verði hers­höfðing­inn James L. Jo­nes, sem var kom­inn á eft­ir­laun, út­nefnd­ur þjóðarör­ygg­is­ráðgjafi for­set­ans.

Þá mun Obama út­nefna Eric H. Holder sem næsta dóms­málaráðherra lands­ins og Janet Na­politano verði heima­varn­aráðherra að sögn heim­ild­ar­manna The New York Times.

Það seg­ir að Obama muni út­nefna Sus­an E. Rice sem sendi­herra Banda­ríkj­anna hjá Sam­einuðu þjóðunum, en það starf mun jafn­gilda ráðherra­embætti líkt og var í stjórn­artíð Bill Cl­int­on.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert