Er hægt að lifa án peninga?

Nýútskrifaður breskur hagfræðingur segist ætla að reyna að lifa í heilt ár án þess að nota peninga.

Hagfræðingurinn, sem er 29 ára gamall, hyggst stunda vöruskipti, veiða sér í matinn, eða rækta, og búa í umhverfisvænu hjólhýsi. Hann ætlar að reyna að nota hvorki greiðslukort né peninga.

Með þessu vonast hann til að sýna fram á að neysluvenjur nútímamannsins séu komnar úr böndunum, þ.e. fólk neyti mun meira en það þurfi á að halda.

Hann segir atburðir síðustu vikna og mánaða sýni fram á að kapítalisminn sé greinilega gallaður og að framtíðin byggist á því að menn veiði sér til matar, eða rækti sjálfir mat og því sem fæst ókeypis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert