Grænt ljós á íslenskt hvalkjöt?

Alls var 80 tonnum af hvalköti sent út til Japans …
Alls var 80 tonnum af hvalköti sent út til Japans í sumar. mbl.is/RAX

Fram kemur í japönskum fjölmiðlum að þarlend stjórnvöld hyggist veita innflutningsleyfi á íslensku hvalkjöti  í fyrsta sinn í 17 ár, eða frá árinu 1991.

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. sendi í júní í sumar, 80 tonn af kjöti til Japans. Um er að ræða afurðir af langreyðum, sem veiddar voru árið 2006. Þá sendu Norðmenn 5 tonn af hrefnukjöti með sömu sendingu. 

Ekkert innflutningsleyfi fékkst frá japönskum stjórnvöldum og hefur kjötið legið í frystigeymslu.

 Jiji-fréttastofan hefur eftir japönskum stjórnvöldum að ekki sé verið að brjóta gegn hvalveiðibanninu með þessu. Litið sé á viðskiptin sem samkomulag milli einkafyrirtækja.

Íslensk stjórnvöld ákváðu að hefja aftur hvalveiðar í atvinnuskyni árið 2006 þvert á hvalveiðibann Alþjóðahvalveiðiráðsins frá árinu 1986.

Japönsk stjórnvöld hafa samþykkt áætlun japansks fyrirtækis sem hyggst flytja inn hvalkjöt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka