Kosið um kannabis og heróin í Sviss

Lauf kannabisplöntunnar.
Lauf kannabisplöntunnar. mbl.is

Sviss­lend­ing­ar kjósa í dag um fíkni­efni. Ann­ars veg­ar er þeim gert að taka af­stöðu til þess hvort leyfa eigi lækn­um að skrifa upp á heróín. Talið er lík­legt að þessi til­laga verði samþykkt og þá yrði Sviss fyrsta landið í heim­in­um til þess að lög­leiða heróín, en í Sviss hef­ur nú í ára­tug verið gerð til­raun með að út­vega fíkl­um heróín þeim að kostnaðarlausu.

Fylgj­end­ur til­lög­unn­ar segja þetta hafa haft já­kvæð áhrif þar sem glæpatíðni heróín­fíkla hafi hríðlækkað og fíkni­efna­neyt­end­urna sé ekki leng­ur að finna í op­in­ber­um al­menn­ings­görðum.

Þeir sem eru á móti til­lög­unni segja hana senda röng skila­boð til ungs fólks og skaði fíkni­efna­neyt­end­urna. All­ar lík­ur eru þó til þess að til­lag­an verði samþykkt þar sem al­menn­ing­ur hafi góða reynslu af þess­ari til­raun síðustu tíu ára.

Hin til­lag­an snýr að lög­leiðingu kanna­bis, sem ekki er talið jafn lík­legt að verði samþykkt. Sviss­neska lög­regl­an hef­ur árum sam­an horft í gegn­um fing­ur sér þegar kem­ur að hóf­legri notk­un al­menn­ings á kanna­bis. Ný­leg­ar kann­an­ir sem benda til þess að lang­tíma­notk­un sé skaðlegri en áður var haldið, eru tald­ar lík­leg­ar til þess að hafa þau áhrif að marg­ir munu leggj­ast gegn til­lög­unni um lög­leiðingu efn­is­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka