Um 400 manns hafa látist í átökum sem hafa geisað á milli múslímskra og kristinna hópa í borginni Jos í Nígeríu. Hart hefur verið barist í borginni í tvo daga.
Andstæðar fylkingar hafa brennt heimili, verslanir, moskur og kirkjur í borginni. Átökin brutust eftir að deilur upphófust um niðurstöður kosninga í borginni, sem segja má að liggi á krossgötum múslímska hlutans í norðri og þess kristna sem býr í suðri.
Þetta eru verstu átök í landinu í áraraðir.