Þar sem mafían á landið

Spill­ing er land­læg í Búlgaríu og nú er svo komið að Evr­ópu­sam­bandið hef­ur ákveðið að svipta Búlgara 220 millj­óna evra aðstoð sem þeim var ætluð. Það hef­ur ekki gerst áður að Evr­ópu­sam­bands­ríki hafi verið lýst of spillt til þess að treysta mætti því að aðstoð yrði notuð svika­laust. Telja ráðamenn í Evr­ópu­sam­band­inu að ærin ástæða sé til að hafa áhyggj­ur af því að búl­görsk stjórn­völd geti ekki komið í veg fyr­ir að skipu­lögð glæpa­sam­tök sópi fénu til sín.

Fram­lög til Búlgaríu að and­virði 486 millj­óna evra voru fryst í júlí og svo gæti farið að Búlgar­ar verði af hærri upp­hæðum en 220 millj­ón­un­um, sem til­kynnt var að þeir fengju ekki á þriðju­dag. Gefn­ar hafa verið von­ir um allt að 11 millj­arða evra frá ESB til upp­bygg­ing­ar í Búlgaríu.

Búlga­ría er sagt spillt­asta land í Evr­ópu. Náin tengsl eru milli glæpa­for­ingja og stjórn­mála­for­ingja. Glæpa­sam­tök­in hagn­ast á smygli og svarta­markaðsbraski og eru með putt­ana í op­in­ber­um fram­kvæmd­um og hvers kyns fram­leiðslu. Þeir sem ekki spila með eru í bráðri hættu. Sam­kvæmt bók­haldi banda­ríska sendi­ráðsins í Sofiu, höfuðborg Búlgaríu, eru fórn­ar­lömb leigu­morðingja kom­in yfir 125 og voru þar ekki tal­in með fimm morð, sem fram­in hafa verið á þessu ári.

Um þess­ar mund­ir er í tísku að vera á móti spill­ingu í Búlgaríu og boðaðar hafa verið um­fangs­mikl­ar aðgerðir, en eins og Olli Rehn, sem fer með stækk­un­ar­mál hjá Evr­ópu­sam­band­inu, sagði fer lítið fyr­ir þeim aðgerðum í raun.

Ástandið í Búlgaríu á sér ræt­ur í fortíðinni. „Smygl er okk­ar þjóðar­arf­ur,“ seg­ir stjórn­mála­fræðing­ur­inn Ivan Kra­stev í bók­inni McMafia eft­ir Misha Glenny. „Okk­ar slóðir hafa alltaf verið milli stórra hug­mynda­kerfa, á milli rétt­trúnaðar og róm­versk-kat­ólsku, á milli íslams og kristni, á milli kapí­tal­isma og komm­ún­isma. Á milli stór­velda sem voru gagn­sýrð af andúð og tor­tryggni hver í garð annarra, en voru um leið heim­kynni margra sem vildu stunda viðskipti yfir hin for­boðnu landa­mæri. Á Balk­anskag­an­um kunn­um við að láta þessi landa­mæri hverfa. Við get­um farið yfir mesta ólgu­sjó­inn og klifið erfiðasta fjallið. Við þekkj­um hverja leyn­islóð og dugi það ekki vit­um við verðið á hverj­um landa­mæra­verði.“

Þegar búlgarski komm­ún­ista­flokk­ur­inn lét und­an þrýst­ingi Mík­haíls Gor­bat­sjovs Sov­ét­leiðtoga um að leyfa stofn­un hluta­fé­laga voru fé­lag­ar í búl­görsku leyniþjón­ust­unni, DS, ekki lengi að taka við sér. Þeir stofnuðu 90% þeirra hluta­fé­laga, sem voru sett á lagg­irn­ar fyrsta árið eft­ir að lög­in voru sett. Þegar komm­ún­ista­stjórn­in hrundi 1989 misstu marg­ir starfs­menn DS vinn­una, en þeir voru ekki af baki dottn­ir. Þeir höfðu stundað skipu­lagða glæp­a­starf­semi á veg­um rík­is­ins. Nú urðu þeir einka­vædd­ir.

„Önnur lönd eiga sér mafíu,“ seg­ir At­an­as At­ana­sov, þingmaður og fyrr­ver­andi yf­ir­maður gagnnjósna í Búlgaríu, sem marg­ir hafa leitað til, sem vilja leka upp­lýs­ing­um um spill­ingu. „Í Búlgaríu á mafían landið.“

Komið hafa fram gögn um að forkólf­ar skipu­lagðra glæpa­sam­taka séu í tygj­um við Ser­gey Stan­is­hev for­sæt­is­ráðherra og hafi láti fé af hendi rakna til Sósí­al­ista­flokks hans.

Stan­is­hev er fyrr­ver­andi blaðamaður og gekk í London School of Economics. Geor­ge W. Bush Banda­ríkja­for­seti hrósaði hon­um í fyrra fyr­ir bar­áttu hans gegn skipu­lagðri glæp­a­starf­semi og gaf hon­um viður­nefnið „herra hreinn“. Það var áður en fram komu mynd­ir frá ár­inu 2005 af fundi Stan­is­hevs með Mario Ni­kolov, sem dreg­inn hef­ur verið fyr­ir rétt fyr­ir svik. Nokkr­um vik­um eft­ir fund­inn byrjuðu fram­lög­in að streyma til flokks Stan­is­hevs.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert