Danskur forstjóri stakk af með 12 milljarða

Stein Bagger.
Stein Bagger.

Danskt viðskipta­líf er í upp­námi eft­ir að ljóst varð í dag, að þekkt hug­búnaðarfyr­ir­tæki, IT-Factory, er gjaldþrota og for­stjór­inn, Stein Bag­ger, er stung­inn af með hálf­an millj­arð danskra króna, 12 millj­arða ís­lenskra króna. Hef­ur alþjóðleg hand­töku­skip­un verið gef­in út á hend­ur Bag­ger.

IT-Factory hef­ur starfað í 11 ár. Fyr­ir skömmu til­kynnti fyr­ir­tækið á vef sín­um, að bú­ist væri við 400 millj­óna danskra króna hagnaði á þessu ári og í nóv­em­ber fékk IT-Factory sér­stök verðlaun fyr­ir að vera það fyr­ir­tæki, sem hraðast hef­ur vaxið. Í fyrra valdi dag­blaðið Bør­sen Bag­ger viðskipta­mann árs­ins.

En í síðustu viku kom babb í bát­inn þegar Bag­ger, sem er 41 árs gam­all fjöl­skyldumaður, hvarf þar sem hann var í viðskipta­ferð í Dubai. Í kjöl­farið kom í ljós, að for­stjór­inn hafði að und­an­förnu setið á leyni­legri skrif­stofu og gefið út falska vöru­reikn­inga, sem hann hafði síðan fengið greidda og stungið fénu í vas­ann. 

Asger Jens­by, stjórn­ar­formaður IT-Fact­ury og stór hlut­hafi, seg­ir að þetta hafi komið hon­um ger­sam­lega í opna skjöldu. Fyr­ir­tækið var m.a. meðal styrkt­araðila hjól­reiðaliðsins Team Saxo Bank, sem Bjarne Riis stjórnaði. 

End­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tækið KPMG í Dan­mörku gæti einnig verið í vond­um mál­um en fyr­ir­tækið var end­ur­skoðandi IT-Factory.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka