Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, segir að ekki sé hægt að bera núverandi efnahagsástand við kreppuna miklu á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar.
„Maður heyrir ýmislegt, en ég vil segja það - sem fræðimaður á sviði kreppunnar miklu - og ég hef skrifað bækur um kreppuna og haft mikinn áhuga á henni frá því ég var í framhaldsskóla, og það er ekki hægt að bera þetta saman,“ sagði Bernanke eftir að hafa flutt ávarp í Austin í Texas í dag.
Bernanke segir að mikill stigsmunur sé kreppunni nú miðað við þá ástand sem ríkti á fjórða áratugnum.
„Á fjórða áratugnum varð heimskreppa sem stóð yfir í 12 ár og henni lauk aðeins þegar heimsstyrjöld brast á,“ sagði hann.
„Á þeim tíma jókst atvinnuleysið mikið og varð a.m.k. 25%, miðað við þær tölur sem við höfum undir höndum. Verg landsframleiðsla féll um þriðjung. Um þriðjungur allra banka fóru á hliðina. Hlutabréfamarkaðurinn féll um 90%.“
Bernanke segir að ástandið á þeim tíma hafi verið lýsandi fyrir afar erfiðaðar kringumstæður sökum þess að „við vorum ekki með það félagslega öryggisnet sem við erum með í dag,“ segir Bernanke og ítrekar að kreppurnar tvær séu ekki samanburðarhæfar.