Fréttaskýring: Obama haukur í sauðargæru?

Barack Obama og Hillary Rodham Clinton á blaðamannafundinum í Chicago, …
Barack Obama og Hillary Rodham Clinton á blaðamannafundinum í Chicago, þegar forsetinn verðandi skýrði frá vali sínu í helstu embætti öryggis- og varnarmála. Reuters

Ef finna á eitt orð til að lýsa inn­taki for­setafram­boðs Baracks Obam­as þá kem­ur orðið breyt­ing­ar upp í hug­ann. Fram­bjóðand­inn boðaði breytta stjórn­ar­hætti þar sem ný og fersk sýn fengi að ráða för. Flokka­drætt­ir og póli­tísk­ir bitling­ar skyldu sett­ir til hliðar. En hversu langt er hann til­bú­inn að ganga? Hvað seg­ir skip­an hans í helstu stöður ut­an­rík­is- og varn­ar­mála? Er hann þrátt fyr­ir allt hauk­ur, þrátt fyr­ir alla gagn­rýn­ina á Íraks­stríðið? 

Segja má að Obama hafi verið sam­kvæm­ur sjálf­um sér þegar hann hætti við að íhuga að skipa John Brenn­an í stöðu yf­ir­manns banda­rísku leyniþjón­ust­unn­ar, CIA, vegna harðrar gagn­rýni frjáls­lyndra um að þar færi maður sem væri tengd­ur vafa­söm­um meðölum Bush-stjórn­ar­inn­ar í hryðju­verka­stríðinu, pynt­ing­um og öðru ógeðfelldu.

Fátt kom hins veg­ar á óvart í vali for­set­ans verðandi í helstu embætti ör­ygg­is- og varn­ar­mála.

Þriðja kon­an í embætti ut­an­rík­is­ráðherra

Höfuðand­stæðing­ur hans í for­setafram­boðinu demó­krata­meg­in, Hillary Rod­ham Cl­int­on, verður næsti ut­an­rík­is­ráðherra og þar með þriðja kon­an til að gegna því embætti.

Fyrst kom Madelaine Al­bright á síðara kjör­tíma­bili Williams „Bills“ Cl­int­ons, 1997 til 2001, og svo Condo­leezza Rice, sem gegnt hef­ur embætt­inu frá 2005, þegar síðara kjör­tíma­bil Geor­ge W. Bush hófst eft­ir end­ur­kjör.

Eins og rakið er í bók­inni Obama:From Promise to Power, ævi­sögu um Obama, eft­ir blaðamann­inn Dav­id Mendell hjá Chicago Tri­bu­ne hef­ur Obama litið svo á að ræða hans gegn Íraks­stríðinu á sín­um tíma sé besta ræðan sem hann hafi flutt á ferli sín­um.

Um líkt leyti var Hillary Cl­int­on hins veg­ar fylgj­andi inn­rás­inni í Írak, staðreynd sem ít­rekað var rifjuð upp í kosn­inga­bar­átt­unni.

Hitt þunga­vigtarembættið í ut­an­rík­is- og varn­ar­mál­um, embætti varn­ar­málaráðherra, fell­ur í skaut re­públi­kan­ans Roberts Gates.

Var það eft­ir bók­inni, enda var al­mennt bú­ist við að hann yrði áfram varn­ar­málaráðherra eft­ir að hafa gegnt embætt­inu í um tveggja ára skeið í stjórn Bush for­seta.

Verður hann þar með fyrsti varn­ar­málaráðherr­ann til að þjóna for­seta sem tek­ur við stríðsástandi á er­lendri grundu frá því á dög­um Víet­nams­stríðsins.

Brú­ar­smíði Gates 

Með þetta í huga ætti valið ekki að koma á óvart, enda get­ur Gates í senn verið brú­arsmiður á milli re­públi­kana og demó­krata og sam­einað her­inn á erfiðum tím­um, nú þegar hann þarf að dreifa kröft­um sín­um í Írak og Af­gan­ist­an.

En það kann að angra frjáls­lynda að þessi arftaki Don­alds Rums­felds er ná­inn vin­ur Bush-fjöl­skyld­unn­ar til margra ára.

Vart þarf að taka fram að Cl­int­on og Gates koma úr ólík­um átt­um í hinu póli­tíska lit­rófi og kveðst Obama vilja með val­inu gefa kost á ólík­um skoðunum ólíkra ein­stak­linga, þannig að hann verði ekki ein­angraður frá gagn­rýni við ákv­arðana­tök­ur held­ur fái rök­ræður um álita­mál beint í æð frá sam­starfs­mönn­um sín­um.

Val hans á sam­starfs­mönn­um ætti að tryggja næga rök­ræðu á fund­um.

Öld­unga­deild­arþingmaður­inn og re­públi­kan­inn Linds­ey Gra­ham var ánægður með valið á Gates, með þeim orðum að hann hefði „leitt þjóðina í gegn­um erfiða tíma í Írak“. Hvað Cl­int­on áræddi áleit Gra­ham hana hafa ögn harðari línu en Obama í ut­an­rík­is­mál­um, sem á banda­rísku emb­ætt­is­manna­máli þýðir að hún sé lík­legri til að íhuga beit­ingu hervalds við lausn alþjóðlegra deilna.

Skip­an James L. Jo­nes, fyrr­ver­andi yf­ir­manns banda­ríska herafl­ans í Evr­ópu, í embætti þjóðarör­ygg­is­ráðgjafa er einnig at­hygl­is­verð.

Jo­nes hef­ur þannig verið ráðgjafi Bush í mál­efn­um Miðaust­ur­landa, þar sem hann þykir meðal ann­ars hafa litið gagn­rýn­um aug­um á deilu Palestínu­manna og Ísra­ela, ásamt því að vera fylgj­andi því að flytja her­sveit­ir til Af­gan­ist­ans, þá vænt­an­lega frá Írak, til að herða bar­átt­una gegn hryðju­verka­öfl­um þar.

Eins og kunn­ugt er færðist Bush yfir á miðjuna á síðara kjör­tíma­bili sínu. Það er því skemmti­leg staðreynd að Jo­nes tal­ar reiprenn­andi frönsku, eig­in­leiki sem vart tald­ist til dyggðar þegar steikt­ar kart­öfl­ur voru nefnd­ar „frels­is-fransk­ar“ á Banda­ríkjaþingi á sín­um tíma, en ekki „french fries“, í hefnd­ar­skyni fyr­ir and­stöðu Frakka við inn­rás­ina í Írak.

Með reynslu af orku­mál­um 

Jo­nes lét af þjón­ustu sinni fyr­ir her­inn fyr­ir tveim­ur árum eft­ir 40 ára starf og hef­ur síðan meðal ann­ars beitt sér í orku­mál­um. Mun sú þekk­ing án efa koma Obama til góða í þeirri Obama að tryggja aukið orku­sjálf­stæði Banda­ríkj­anna á kom­andi árum og ára­tug­um.

Gæti þessi bak­grunn­ur Jo­nes orðið til þess að rót­tæk­ustu stuðnings­menn Obam­as taki hann upp á sína arma, enda von­ast um­hverf­is­vernd­arsinn­ar til að lofts­lags­mál­in komi inn í varn­ar­mál­in með nýj­um for­seta.

Önd­vert við Obama hef­ur Jo­nes hins veg­ar lýst yfir að fyr­ir­sjá­an­legt brott­hvarf frá Írak myndi vinna gegn hags­mun­um banda­rísku þjóðar­inn­ar.

Hvað snert­ir valið á Sus­an Rice í stöðu sendi­herra Banda­ríkj­anna hjá Sam­einuðu þjóðunum ætti það að vera enn einn vitn­is­b­urður um breytta af­stöðu Obama-stjórn­ar­inn­ar til Sam­einuðu þjóðanna frá því sem var á löng­um stund­um á for­seta­ferli frá­far­andi for­seta.

Vitn­is­b­urður Col­ins Powells fyr­ir ör­ygg­is­ráðinu um gereyðing­ar­vopn Íraka koma upp í hug­ann, sem og skip­an Johns Bolt­ons í stöðu sendi­herra BNA hjá SÞ, hat­ramms and­stæðings sam­tak­anna sem vakti hroll í bein­um margra frjáls­lyndra á sín­um tíma. Önduðu marg­ir því létt­ar þegar hann sagði af sér í aðdrag­anda þing­kosn­ing­anna haustið 2006, þegar Bush var tek­inn að fær­ast inn á miðjuna frá því sem var á fyrra kjör­tíma­bili hans, eins og áður er rakið.

En Powell lýsti sem kunn­ugt er stuðningi við Obama á loka­spretti kosn­ing­anna og felldi að eig­in sögn tár, ásamt fjöl­skyldu sinni, þegar sá síðar­nefndi sigraði McCain, enda stund­in sögu­leg fyr­ir blökku­menn.

Mæl­ist mis­jafn­lega fyr­ir 

Of­an­greind­ar skip­an­ir hafa mælst mis­jafn­lega fyr­ir hjá frjál­synd­um og hef­ur Christoph­er Hayes, rit­stjóri tíma­rits­ins The Nati­on, látið þau orð falla að út­lit sé fyr­ir að skort­ur verði á fram­sækn­um, frjáls­lynd­um stjórn­mála­mönn­um í stjórn­inni sem komið hafi að þeirri stefnu­mót­un í lofts­lags­mál­um, við hug­mynd­ir um gerð reglu­verks­ins utan um fjár­mála­markaðina og að þeim áhersl­um í Írak sem nú sé út­lit fyr­ir að muni verða ofan á.

Útfrá köldu mati er allt út­lit fyr­ir að Obama vilji ekki fá á sig stimp­il fyr­ir að vera of vinst­ris­innaður, enda yrði of kröpp beygja til vinstri í mörg­um mál­um lík­lega til að fæla frá mik­il­væga kjós­enda­hópa.  

Hvað varðar skip­an Janet Na­politano, rík­is­stjóra Arizona í embætti heima­varn­ar­málaráðherra, þá er litið svo á að reynsla henn­ar af inn­flytj­enda­mál­um kunni að koma stjórn­inni vel, í því ljósi að kjós­end­ur af spænsku­mæl­andi upp­runa, kjós­enda­hópi sem inn­flytj­enda­mál­in hafa brunnið á, voru hlynnt­ari demó­kröt­um en re­públi­kön­um í kosn­ing­un­um.

Mál­efnið er hins veg­ar vandmeðfarið og ef illa tekst til gæti það haft áhrif í næstu for­seta­kosn­ing­um þegar rætt er um að Sarah Pal­in muni bjóða sig fram gegn Obama.

Maður raun­sær og var­fær­inn 

Í þessu sam­hengi má ekki gleyma því hvernig stjórn­mála­maður Obama  hef­ur verið í gegn­um tíðina. 

Eins og Obama hef­ur sjálf­ur vikið að þá hafa kjós­end­ur af ólík­um bak­grunni og með ólík sjón­ar­mið speglað vænt­ing­ar sín­ar og von­ir í ræðusnill­ingn­um sem hef­ur átt það til að halda fyr­ir­lestra, ekki kosn­ingaræður. 

Þess­ir sömu kjós­end­ur gleyma því hins veg­ar að Obama hef­ur oft og iðulega látið raun­sæi frem­ur en brjóst­vit eða til­finn­ingu ráða för.

Skemmti­legt dæmi er að þegar hann var í fram­boði á sín­um tíma í Chicago fór hann að ráðum ráðgjafa síns og skipti um klæðnað áður en hann fór á golf­völl­inn. Þetta var í sveit­um Ill­in­o­is og taldi ráðgjaf­inn ótækt að fram­bjóðand­inn klæddi sig upp á stór­borg­ar­vísu á flöt­inni.

Annað dæmi er að Obama féllst á að láta Dijon-sinn­ep vera en þess í stað borða ódýr­ara sinn­ep á veit­inga­stöðunum þegar hann var við at­kvæðavæðar, í því skyni að virka ekki snobbaður, eins og Mendell rek­ur skemmti­lega í bók sinni.

Svo er það hitt að veru­leik­inn hitt­ir stjórn­mála­menn oft­ar en ekki fyr­ir.

Obama var þannig mót­fall­inn fjár­austr­inu í al­menn­ings­garðinn þar sem hann hélt sig­ur­ræðuna frægu að kvöldi 4. nóv­em­ber 2008.

Á sín­um tíma vildi Mendell bera and­stöðuna við fjár­austrið und­ir Obama sem svaraði þá blákalt: „Þú veist að ef ég svaraði þér hrein­skiln­ings­lega þá yrði það ígildi póli­tísks sjálfs­morðs.“

Það ætti því ekki að koma á óvart að Obama skuli fylgja raun­sæi við skip­an­ir í helstu embætti ör­ygg­is- og varn­ar­mála.

(Vegna at­huga­semda við fyr­ir­sögn vill blaðamaður árétta að hér er á ferð vís­vit­andi orðal­eik­ur. Í Banda­ríkj­un­um er ósjald­an vísað til þeirra sem vilja beita hervaldi við lausn deilna á alþjóðavett­vangi sem "hauka". Gam­an er að fá viðbrögð frá les­end­um og upp­rifj­un á orðum Churchills um Att­lee.)

Barack Obama og Hillary Clinton, verðandi utanríkisráðherra.
Barack Obama og Hillary Cl­int­on, verðandi ut­an­rík­is­ráðherra. Reu­ters
David Mendell, höfundur Obama: From Promise to Power.
Dav­id Mendell, höf­und­ur Obama: From Promise to Power.
Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, mun gegna embættinu áfram.
Robert Gates, varn­ar­málaráðherra Banda­ríkj­anna, mun gegna embætt­inu áfram. AP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert