Obama útnefnir Clinton sem utanríkisráðherra

Barack Obama sést hér útnefna Hillary Clinton á blaðamannafundinum í …
Barack Obama sést hér útnefna Hillary Clinton á blaðamannafundinum í Chicago. Clinton er Obama á vinstri hönd, en Joe Biden er honum á vinstri hönd. AP

Barack Obama, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur útnefnt Hillary Clinton sem næsta utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Obama hafði boðað til í Chicago. 

Mikið hefur verið ritað og rætt um það undanfarnar vikur hvaða hlutverk Clinton myndi leika í ríkisstjórn Obama.

Sem kunnugt er varð Clinton undir í baráttunni við Obama fyrr á þessu ári þegar þau háðu harða baráttu um að verða útnefnd forsetaefni Demókrataflokksins.

Á blaðamannafundi í Chicago greindi Obama einnig frá því hverja hann muni útnefna í aðrar mikilvæg embætti sem lúta að þjóðaröryggismálum.

Robert Gates verður varnarmálaráðherra, Janet Naplitano verður heimavarnaráðherra, Eric Holder verður dómsmálaráðherra og James Jones verður þjóðaröryggisráðgjafi Obama.

Þrátt fyrir að Obama og Clinton hafi barist oft á tíðum hatrammlega fyrr á þessu ári ákvað Clinton að lýsa yfir stuðningi við Obama og aðstoða hann í baráttunni um forsetastólinn gegn John McCain, forsetaefni repúblikana.

Hillary Clinton verðandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Hillary Clinton verðandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert