Bandaríkin vöruðu Indverja við mögulegri árás

Frá aðgerðum indverskra sérsveitarmanna í Mumbai í síðustu viku.
Frá aðgerðum indverskra sérsveitarmanna í Mumbai í síðustu viku. Reuters

Bandarískir fjölmiðlar hafa eftir ónefndum embættismönnum að bandarísk stjórnvöld hafi varað yfirvöld á Indlandi við því að það yrði mögulega gerð árás á Mumbai.

Haft er eftir einum embættismanni að indverskum stjórnvöldum hafi verið greint frá því að það væri mögulega verið að undirbúa árás á borgina frá hafinu. Þetta kemur fram á fréttavef breska ríkisútvarpsins.

Fréttir af þessu berast á sama tíma og yfirmaður indverska sjóhersins greindi frá því að kerfisbundin mistök hafi verið gerð í öryggismálum í landinu. Auk þess sem leyniþjónustan hafi gert mistök.

Að minnsta kosti 188 létust í árás hryðjuverkamanna á borgina í síðustu viku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert