Breskar fasteignir hrynja í verði

Frá Birmingham.
Frá Birmingham.

Fasteignaverð í Bretlandi hefur hrunið að undanförnu og eru dæmi um hátt í 60 prósent verðlækkun frá því að fasteignabólan var í hámarki. Hún hefur nú sprungið með skelfilegum afleiðingum fyrir marga lánttakendur.

Fjallað er um hrunið á vef dagblaðsins Evening Standard, þar sem tekið er dæmi af tveggja herbergja íbúð í Plumstead sem hafi verið verðlögð á 225.000 pund í október 2007 en hafi nú verið seld fyrir um 95.000 pund. Annað dæmi sé að þriggja herbergja íbúð í blokk í Brixton hafi verið seld á 79.000 pund en hafi áður verið verðlögð á 180.000 pund í sama viðmiðunarmánuði.

Segir á vef blaðsins að lækkun fasteignaverðs niður fyrir 100.000 pund muni gera mörgum kleift að eignast húsnæði, enda fari bankar nú fram á að einstaklingar leggi fram útborgun sem svarar til fjórðungs af verðmæti eignar við fasteignakaup.

Fjallað er mikinn fjölda fólks sem er nú að missa húsnæði sitt í Bretlandi og vísað til þess að í fyrra hafi 26.200 eignir verið teknar þar eignanámi sökum þess að eigendurnir gátu ekki staðið í skilum.

Kemur þar einnig fram að fyrir 12 árum hafi meðalverð á fasteignum í Lundúnum rofið 100.000 punda múrinn.

Nú megi hins vænta þess að fjöldi eigna sem teknar verði eignanámi muni verða svipaður og í upphafi níunda áratugarins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert