Ráku 115 manns fyrir borð

Adenflói er varhugaverður en þar eru smyglarar og sjóræningjar á …
Adenflói er varhugaverður en þar eru smyglarar og sjóræningjar á hverju strái. Á myndinni sést sjóræningjaskip brenna á flóanum. Reuters

Að minnsta kosti 20 manns drukknuðu þegar smyglarar ráku 115 manns fyrir borð á Adenflóa undan strönd Jemen í gær. Verið var að flytja flóttafólk  frá Afríku til Jemen. Tveggja er saknað en 93 komust í land.

Þeir sem komust lífs af eru flestir frá Eþíópíu. Að sögn talsmanns Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, eru þeir sjúkir og örmagna eftir ferðina.

Annar bátur, með 55 manns innanborðs, kom einnig til Jemen í gær en þar komust allir lífs af. 

Að minnsta kosti 380 manns hafa látið lífið og 360 að auki er saknað á þessu ári á Adenflóa eftir að hafa reynt að komast sjóleiðina frá Afríku til Asíu.  emen.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert