Ráku 115 manns fyrir borð

Adenflói er varhugaverður en þar eru smyglarar og sjóræningjar á …
Adenflói er varhugaverður en þar eru smyglarar og sjóræningjar á hverju strái. Á myndinni sést sjóræningjaskip brenna á flóanum. Reuters

Að minnsta kosti 20 manns drukknuðu þegar smygl­ar­ar ráku 115 manns fyr­ir borð á Aden­flóa und­an strönd Jemen í gær. Verið var að flytja flótta­fólk  frá Afr­íku til Jemen. Tveggja er saknað en 93 komust í land.

Þeir sem komust lífs af eru flest­ir frá Eþíóp­íu. Að sögn tals­manns Flótta­manna­hjálp­ar Sam­einuðu þjóðanna, eru þeir sjúk­ir og ör­magna eft­ir ferðina.

Ann­ar bát­ur, með 55 manns inn­an­borðs, kom einnig til Jemen í gær en þar komust all­ir lífs af. 

Að minnsta kosti 380 manns hafa látið lífið og 360 að auki er saknað á þessu ári á Aden­flóa eft­ir að hafa reynt að kom­ast sjó­leiðina frá Afr­íku til Asíu.  emen.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert