Ekki hrifinn af Cameron

Obama og Cameron ræða málin í Lundúnum í sumar.
Obama og Cameron ræða málin í Lundúnum í sumar.

Barack Obama, verðandi for­seti Banda­ríkj­anna, var síður en svo hrif­inn af Dav­id Ca­meron, leiðtoga breskra íhalds­manna, þegar þeir hitt­ust í Lund­ún­um í sum­ar. Hafði Obama á orði eft­ir fund­inn að Ca­meron væri létta­vigt­armaður í stjórn­mál­un­um.

Þessu er haldið fram í grein blaðamanns­ins James Mac­intyre í tíma­rit­inu New Statesm­an, þar sem vitnað er til ónafn­greinds emb­ætt­is­manns um þessa skoðun for­set­ans verðandi.

Rek­ur Mac­intyre þar hvernig Ca­meron hafi látið í ljós tor­tryggni sína gagn­vart Evr­ópu­sam­starf­inu um 48 klukku­stund­um eft­ir ræðu Obam­as við Brand­en­borg­ar­hliðið í Berlín, þar sem fram­bjóðand­inn lagði áherslu á mik­il­vægi Evr­ópu fyr­ir framtíð Banda­ríkj­anna og heims­ins alls.

Þá leiðir Mac­intyre rök að því að stuðning­ur Ca­merons við inn­rás­ina í Írak hafi ekki hjálpað til við að mynda tengsl á milli leiðtog­anna.

Seg­ir í stjórn­mála­bloggi Pauls Owens á vef dag­blaðsins Guar­di­an að upp­ljóstr­un­in gæti skaðað þá ímynd­ar­smíði að Ca­meron sé stjórn­mála­maður á heims­mæli­kv­arða sem muni eiga í góðu sam­starfi við stjórn Obam­as fari svo að íhalds­menn sigri í næstu þing­kosn­ing­um.

Hef­ur grein­ar­höf­und­ur New Statesm­an eft­ir ónafn­greind­um emb­ætt­is­manni í Verka­manna­flokkn­um að Obama vilji sjá Evr­ópu sam­einaða, en ekki sem sund­ur­leit­an hóp 27 ríkja.

Ber í þessu sam­hengi að geta þess að of­an­greind lýs­ing kem­ur ekki heim og sam­an við frá­sögn Phil­ips H. Gor­dons, helsta ráðgjafa Obam­as í Evr­ópu­ferð fram­bjóðand­ans í sum­ar, í sam­tali hans við Morg­un­blaðið í ág­úst.

Vitnaði Gor­don þar meðal ann­ars til þess augna­bliks þegar Ca­meron og Obama ræddu í ein­lægni um vanda þess og veg­semd að vera leiðtogi, án þess að gera sér grein fyr­ir því að hljóðnem­inn væri nærri.

Það sem fer upp það fer niður aftur gæti Cameron …
Það sem fer upp það fer niður aft­ur gæti Ca­meron verið að út­lista fyr­ir Obama, enda fé­lag­arn­ir stadd­ir í heimalandi Newt­ons.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert