Repúblikanar varpa öndinni léttar

Saxby Chambliss.
Saxby Chambliss. Reuters

Repúblikaninn Saxby Chambliss bar sigur úr býtum í öldungadeildarkosningum í Georgíu í Bandaríkjunum, en sigurinn kom í veg fyrir að demókratar næðu svokölluðum „ofur-meirihluta“.

Demókratar ráða nú yfir 58 sætum í öldungadeildinni, en þeir þurftu að ná 60 sætum svo þeir gætu komið í veg fyrir tilraunir repúblikana að stöðva lagasetningu með málþófi.

Niðurstöður hafa fengist úr öllu ríkjum nema Minnesota, en þar er hafin endurtalning atkvæða.

Chambliss og andstæðingur hans úr röðum demókrata urðu að kjósa aftur eftir að enginn fékk yfir 50% atkvæða í fyrstu umferð í nóvember, en þá voru þrír í framboði.

Demókratar fengu meirihluta í fulltrúadeildinni og öldungadeildinni, auk þess sem Barack Obama, forsetaefni demókrata, sigraði í forsetakosningunum sem kunnugt er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert