Um 100 þjóðir undirrita bann við notkun klasasprengna

Klasasprengja.
Klasasprengja. Reuters

Um 100 lönd undirrita í dag samkomulag þar sem lagt er bann við notkun klasasprengna, sem vopnaframleiðendur í Bandaríkjunum í Kína, Bandaríkjunum og Rússlandi hafa framleitt þrátt fyrir andstöðu. Samningurinn þykir marka tímamót. 

„Heimurinn er öruggari í dag. Þetta er stærsti mannúðarsáttmáli sl. áratug,“ segir Richard Moyes, hjá Cluster Munitions Coalition (CMC), sem eru regnhlífasamtök um 300 frjálsa félagasamtaka.

Noregur undirritaði samkomulagið fyrst þjóða, en Norðmenn hafa verið leiðandi því að fá þessu framgengt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka