Landtökumenn fluttir með valdi

Landtökumennirnir eru á öllum aldri. Hér sjást tveir ísraelskir lögreglumenn …
Landtökumennirnir eru á öllum aldri. Hér sjást tveir ísraelskir lögreglumenn flytja ungan landtökumann á brott í Hebron í dag. Reuters

Ísraelskar öryggisveitir eru byrjaðar að flytja um 200 ísraelska landtökumenn út úr byggingu með valdi, en fólkið hafði komið sér fyrir í borginni Hebron á Vesturbakkanaum. Þar eru Palestínumenn í miklum meirihluta.

Ísraelskar sjónvarpsstöðvar hafa sýnt lögreglumenn draga landtökumennina út úr byggingunni. Nokkur hundruð lögreglumenn hafa tekið þátt í aðgerðunum.

Landtökumennirnir hafa neitað að yfirgefa húsið, og er það þvert á fyrirskipun hæstaréttar Ísraels.

Fyrr í dag hitti Ehud Barak, varnarmálaráðherra Ísraels, fólkið, að því er fram kemur á fréttavef BBC.

Undanfarna daga hafa landtökumennirnir átt í átökum við Palestínumenn á svæðinu, en þeir hafa kastað grjóti hver í annan.

Hundruð stuðingsmanna landtökumannanna og annarra aðgerðarsinna hafa mætt á svæðið til að sýna samstöðu

Embættismenn í ísraleska varnarmálaráðuneytinu óttast að átökin á Hebron muni smitast yfir á önnur svæði á Vesturbakkanum, sem Ísraelar ráða yfir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert