Viðræður um skiptingu valds í Simbabve eru dauðar og það er kominn tími á að afrískar ríkisstjórnir komi Robert Mugabe, forseta landsins, frá völdum. Þetta segir Raila Odinga, forsætisráðherra Kenía.
Odinga fundaði með Morgan Tsvangirai, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, í Naíróbí í dag. Hann ræddi í framhaldinu við breska ríkisútvarpið þar sem hann sagði að Mugabe hafi engan áhuga á því að deila völdum.
„Það er tími til kominn að afrískar ríkisstjórnir grípi til aðgerða og komi honum frá völdu,“ segir Odinga.
Pólitískt þrátefli ríkir nú í Simbabve varðandi myndun samsteypustjórnar í landinu.