Strandaði á Suðurskautinu

Farþegaskipið sést hér á siglingu við Suðurskautslandið í mars sl.
Farþegaskipið sést hér á siglingu við Suðurskautslandið í mars sl. Reuters

Farþega­skip, með 122 um borð, strandaði á Suður­skaut­inu í dag. Að sögn arg­entískra emb­ætt­is­manna eru nokk­ur björg­un­ar­skip á leiðinni og bú­ast má við því að farþeg­un­um verði komið til aðstoðar inn­an fárra klukku­stunda.

Skipið, sem heit­ir Ciu­dad de Us­huaia, er skráð í Arg­entínu. Um borð eru 89 farþegar og 33 í áhöfn. Að sögn yf­ir­valda er fólkið ekki í hættu.

Skipið strandaði í Wil­helm­ina-flóa, sem er hluti af skaga sem teyg­ir sig í átt­ina að syðsta odda Suður-Am­er­íku. Að sögn yf­ir­valda er ekki tal­in hætta á að skipið sökkvi þrátt fyr­ir að ein­hver leki sé kom­inn að því.

Svo virðist sem að gat hafi komið á eldsneyt­i­stank skips­ins og eitt­hvað af olíu hef­ur lekið út.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert