Strandaði á Suðurskautinu

Farþegaskipið sést hér á siglingu við Suðurskautslandið í mars sl.
Farþegaskipið sést hér á siglingu við Suðurskautslandið í mars sl. Reuters

Farþegaskip, með 122 um borð, strandaði á Suðurskautinu í dag. Að sögn argentískra embættismanna eru nokkur björgunarskip á leiðinni og búast má við því að farþegunum verði komið til aðstoðar innan fárra klukkustunda.

Skipið, sem heitir Ciudad de Ushuaia, er skráð í Argentínu. Um borð eru 89 farþegar og 33 í áhöfn. Að sögn yfirvalda er fólkið ekki í hættu.

Skipið strandaði í Wilhelmina-flóa, sem er hluti af skaga sem teygir sig í áttina að syðsta odda Suður-Ameríku. Að sögn yfirvalda er ekki talin hætta á að skipið sökkvi þrátt fyrir að einhver leki sé kominn að því.

Svo virðist sem að gat hafi komið á eldsneytistank skipsins og eitthvað af olíu hefur lekið út.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert