13 unglingar myrtir í Mexíkó

Þrettán lík fundust í vegarkanti í Sinaloaríki í Mexíkó í dag. Ríkið er ein aðalmiðstöð eiturlyfjaverslunar í landinu. Hendur fórnarlambanna höfðu verið bundnar áður en þau voru skotin, flest þeirra voru unglingar.

El Universal, eitt helsta dagblað Mexíkó, greindi frá því í gær að í það minnsta 5.000 manns hefðu látist í glæpum tengdum eiturlyfjum í landinu á þessu ári.

Forseti Mexíkó, Felipe Calderon, hefur sett yfir 40.000 sérsveitir í umferð til að berjast gegn eiturlyfjasölum en þrátt fyrir það fer ofbeldið vaxandi.

Mannrán og morð sem einkennast af mikilli grimmd hafa einkennt ofbeldisöldu síðustu mánaða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert