Bush kaupir hús í Dallas

George W. Bush ásamt Lauru eiginkonu sinni.
George W. Bush ásamt Lauru eiginkonu sinni. Reuters

Geor­ge Bush Banda­ríkja­for­seti og eig­in­kona hans, Laura Bush, hafa fest kaup á húsi í auðmanna­hverfi í Dallas, Texas, þar sem þau munu búa eft­ir að Bush læt­ur af störf­um og flyt­ur úr Hvíta hús­inu.

Að sögn tals­manns for­setafrú­ar­inn­ar keyptu hjón­in hús í hverf­inu Prest­on Hollow en þangað munu þau flytja í janú­ar 2009. Þau eiga fyr­ir búg­arð við lít­inn bæ í Texas, þar sem þau hafa farið í frí sl. 8 ár, og hafa ekki í hyggju að selja hann.

Húsið er á tæp­um hálf­um hekt­ara lands og er tæp­ir 800 fm að stærð, þar af fara rúm­ir 80 fm í vist­ar­ver­ur þjón­ustu­fólks. Óþekkt­ur kaup­andi keypti húsið við hliðina á og er talið að þar verði ör­ygg­is­verðir á veg­um banda­ríski leyniþjón­ust­unn­ar.

Bush bjó áður í Dallas, frá 1988-1995, áður en hann flutti í bú­stað rík­is­stjór­ans í Texas sem staðsett­ur er í borg­inni Aust­in.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert