Lögreglan í Malasíu segir að karlmaður hafi verið stunginn til bana með hníf vegna þess að hann vildi ekki hætta að syngja og leyfa öðrum að taka lagið á karaókí-krá.
Maðurinn, sem var 23ja ára, er sagður hafa farið í taugarnar á nokkrum viðskiptavinum þegar hann hékk neitaði að fara af sviðinu í bænum Sandakan á austurhluta eyjunnar Borneo.
Sjónarvottar segja að viðskiptavinir staðarins hafi ráðist á hann og að átökin hafi endað úti á götu.
Söngvarinn var sleginn í andlitið áður en hann var stunginn til bana. Líkið fannst skammt frá kránni.
Lögreglan er með tvo menn í haldi.