Mugabe verður að fara frá

Condoleezza Rice.
Condoleezza Rice. Reuters

Þrýstingur á Robert Mugabe, forseta Simbabve, eykst með hverjum deginum sem líður. Nú hefur Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Desmond Tutu, erkibiskup og friðarverðlaunahafi, sagt að Mugabe verði að segja af sér.

Tutu segir að ella verði hann handtekinn og færður fyrir Alþjóðastríðsglæpadómtólinn í Haag vegna alvarlega brota í embætti. 

Rice, sem er stödd í Kaupmannahöfn, segir að það sé orðið löngu tímabært að Mugabe víki. Hún segir viðræður um myndun samsteypustjórnar í Simbabve vera blekkingarleik.

Tutu sagði í samtali við hollenska sjónvarpið að það ætti að flytja Mugabe með valdi neiti hann að fara frá.

Raila Odinga, forsætisráðherra Kenía, kallaði eftir því í gær að afrískar ríkisstjórnir myndu taka höndum saman og bola Mugabe frá völdum.

Tutu segir að Mugabe hafi eyðilagt fallegt land.

Öll spjót standa á Robert Mugabe, forseta Simbabve, þessa dagana.
Öll spjót standa á Robert Mugabe, forseta Simbabve, þessa dagana. Reuters
Desmond Tutu.
Desmond Tutu. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert