Talið að Bagger kunni að vera í Mið-Ameríku

Stein Bagger.
Stein Bagger.

Enn hef­ur ekk­ert spurst til danska for­stjór­ans Stein Bag­ger, sem lét sig hverfa í Dubai í síðustu viku með mörg hundruð millj­ón­ir danskra króna, sem hann hafði svikið út úr viðskipta­vin­um danska upp­lýs­inga­tækni­fé­lags­ins IT-Factory. Hugs­an­legt er talið að hann sé í Mið-Am­er­íku.

Jyl­l­ands-Posten seg­ir í dag, að skjöl, sem fund­ist hafi á leyniskrif­stofu Bag­gers í Gentof­te, sýni að hann hafi opnað skrif­stofu í Panama skömmu áður en hann hvarf. Þá hafi fund­ist upp­lýs­ing­ar um banka­reikn­inga í Panama sem bendi til þess, að Bag­ger hafi stofnað þar fyr­ir­tæki.

Mikið er fjallað í dönsk­um fjöl­miðlum um hvarf Bag­gers og gjaldþrot IT-Factory í kjöl­farið. Af nógu er að taka því Bag­ger virðist hafa byggt upp mikla svika­myllu í kring­um fyr­ir­tækið og tek­ist að blekkja nán­ustu sam­starfs­menn og fjöl­skyldu sína.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert