Obama lofar að reykja ekki í Hvíta húsinu

Barack Obama, verðandi for­seti Banda­ríkj­anna seg­ir enga hættu á að hann verði grip­inn við reyk­ing­ar í reyk­lausu Hvíta hús­inu. Obama seg­ist í kosn­inga­bar­átt­unni hafa hugað meira að heils­unni en hann fái sér þó af og til síga­rettu.

Banda­rísk­ir fjöl­miðlar gerðu mikið úr því í sum­ar, í miðri kosn­inga­bar­átt­unni, að for­setafram­bjóðandi demó­krata, Barack Obama neytti tób­aks. Obama, sem eitt sinn var stór­reyk­ingamaður, hætti reyk­ing­um í upp­hafi kosn­inga­bar­átt­unn­ar, ekki síst fyr­ir beiðni konu sinn­ar.

Obama viður­kenndi að hann hefði nokkr­um sinn­um freist­ast til að fá sér síga­rettu í kosn­inga­bar­átt­unni.

„Ég hef fallið nokkr­um sinn­um,“ svaraði Obama í sjón­varps­viðtali á NBC í dag, þegar hann var spurður hvort hann væri hætt­ur að reykja.

„Ég hef þó staðið mig vel und­ir þess­um kring­um­stæðum og hugsað vel um heils­una. Og ég get lofað því að ég mun ekki brjóta regl­ur Hvíta húss­ins um reyk­ing­ar,“ sagði verðandi for­seti Banda­ríkj­anna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka