ESB eykur refsiaðgerðir

Öll spjót standa að Robert Mugabe, forseta Simbabve, þessa dagana.
Öll spjót standa að Robert Mugabe, forseta Simbabve, þessa dagana. Reuters

Ut­an­rík­is­ráðherr­ar Evr­ópu­sam­bands­ins juku í dag þrýst­ing­inn á for­seta Simba­bve, Robert Muga­be, til að fara frá völd­um með því að auka á refsiaðgerðir gagn­vart stjórn­völd­um lands­ins. Bættu ráðherr­arn­ir fleiri nöfn­um á lista yfir þá emb­ætt­is­menn Simba­bve sem nú er bannað að ferðast til Evr­ópu.

Radd­ir leiðtoga ríkja heims verða sí­fellt há­vær­ari í kröf­unni um að Muga­be láti af völd­um vegna magn­leys­is stjórn­valda við að koma þjóðinni til aðstoðar. En nú geys­ar kólerufar­ald­ur auk hung­urs­neyðar og sárr­ar fá­tækt­ar.

„Muga­be for­seti verður að fara,“ sagði Nicolas Sar­kozy Frakk­lands­for­seti og for­seti ESB í dag. „Það kem­ur að því ein­ræðis­herr­ar vilja hvorki hlusta né skilja, það er því nauðsyn­legt að leiðtog­ar heims og rík­is­stjórn­ir bindi enda á viðræður,“ sagði Sar­kozy.

Bern­ard Kouchner, ut­an­rík­is­ráðherra Frakk­lands, sagði í til­efni af fundi ráðherr­anna í dag að frek­ari refsiaðgerðir frá hendi Evr­ópu­sam­bands­ins væru mögu­leg­ar, það ylti á fram­göngu mála í Simba­bve.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert