Herþota hrapaði í íbúðarhverfi

Slökkviliðsmenn við flak flugvélarinnar.
Slökkviliðsmenn við flak flugvélarinnar. Reuters

Tveir létust þegar bandarísk herþota af gerðinni F-18 hrapaði í íbúðarhverfi í San Diego í Kalíforníu í kvöld, að sögn bandarísku flugmálastjórnarinnar. Flugvélin var að koma inn til lendingar á Miramar herflugvellinum þegar hún bilaði. Flugmaðurin skaut sér út úr vélinni áður en hún brotlenti.

Að sögn talsmanns flugmálastjórnarinnar er ekki vitað um ástand flugmannsins eða hvort fólk hafi slasast á jörðu niðri þegar flugvélin lenti. Eldur kviknaði í að minnsta kosti einu húsi þegar flugvélin lenti skammt frá fjölförnum þjóðvegi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert