Kennedy „allir vegir færir“

Caroline Kennedy Schlossberg
Caroline Kennedy Schlossberg Reuters

Ummæli Michael Bloomberg, borgarstjóra New York, í dag þykja hafa aukið líkur á því að Caroline Kennedy taki sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings. Hann sagði að þessari dóttur Johns F. Kennedy, fyrrverandi forseta, hefði mikla reynslu og að henni væru „allir vegir færir“ en ýjað hefur verið að því að hún taki sæti Hillary Clinton, þegar Clinton tekur við embætti utanríkisráðherra í ríkisstjórn Baracks Obama.

Caroline Kennedy er lögmaður, rithöfundur og stjórnmálaráðgjafi - og var einmitt í hópi ráðgjafa Obamas vegna framboðs hans. Caroline er eina barn Johns F. Kennedy, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem enn er á lífi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert