Blackwater-verðir ákærðir

Verðir mæta í réttinn.
Verðir mæta í réttinn. CHRIS DETRICK

Fimm Blackwater-verðir hafa verið ákærðir fyr­ir að skjóta 14 Íraka til bana og særa 18 aðra í Bagdad, höfuðborg Íraks, á síðasta ári. Sjötti vörður­inn hef­ur lýst sig sek­an um mann­dráp. Hinir ákærðu sem gáfu sig fram við yf­ir­völd í Utah á mánu­dag eiga yfir höfði sér 10 ára fang­elsi fyr­ir hvert morðanna 14 og sjö ár fyr­ir að hafa reynt að myrða aðra 20.

Sam­kvæmt ákær­unni voru verðirn­ir að verja lest vöru­bif­reiða þegar þeir hófu að skjóta með sjálf­virk­um vopn­um á óvopnaða borg­ara í Bagdad. „Ekk­ert fórn­ar­lambanna var vopnað,“ sagði í sak­sókn­ar­inn, Jeff Tayl­or.

Örygg­is­fyr­ir­tækið Blackwater, sem hef­ur sinnt ör­ygg­is­störf­um fyr­ir banda­ríska ríkið í Írak, hef­ur sætt gagn­rýni fyr­ir harða fram­göngu við ör­ygg­is­gæsl­una, skjóta fyrst og spyrja svo.

Eft­ir at­vikið á síðasta ári þrýstu ír­ösk yf­ir­völd á að Blackwater yrði dregið út úr ör­ygg­is­gæslu í land­inu en fyr­ir­tækið sinn­ir þar enn störf­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert