Blackwater-verðir ákærðir

Verðir mæta í réttinn.
Verðir mæta í réttinn. CHRIS DETRICK

Fimm Blackwater-verðir hafa verið ákærðir fyrir að skjóta 14 Íraka til bana og særa 18 aðra í Bagdad, höfuðborg Íraks, á síðasta ári. Sjötti vörðurinn hefur lýst sig sekan um manndráp. Hinir ákærðu sem gáfu sig fram við yfirvöld í Utah á mánudag eiga yfir höfði sér 10 ára fangelsi fyrir hvert morðanna 14 og sjö ár fyrir að hafa reynt að myrða aðra 20.

Samkvæmt ákærunni voru verðirnir að verja lest vörubifreiða þegar þeir hófu að skjóta með sjálfvirkum vopnum á óvopnaða borgara í Bagdad. „Ekkert fórnarlambanna var vopnað,“ sagði í saksóknarinn, Jeff Taylor.

Öryggisfyrirtækið Blackwater, sem hefur sinnt öryggisstörfum fyrir bandaríska ríkið í Írak, hefur sætt gagnrýni fyrir harða framgöngu við öryggisgæsluna, skjóta fyrst og spyrja svo.

Eftir atvikið á síðasta ári þrýstu írösk yfirvöld á að Blackwater yrði dregið út úr öryggisgæslu í landinu en fyrirtækið sinnir þar enn störfum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka