Grigoropoulos borinn til grafar í Grikklandi

00:00
00:00

Til átaka kom á milli lög­reglu og mót­mæl­enda við þing­húsið í Aþenu, höfuðborg Grikk­lands í dag á sama tíma og fimmtán ára  ung­ling­ur, sem skot­inn var til bana af lög­reglu var bor­inn til graf­ar í ná­grenni borg­ar­inn­ar. Þetta kem­ur fram á frétta­vef BBC.

Hundruð manna voru viðstödd út­för hans í Paleo Fal­iro út­hverf­inu. Þá tóku þúsund­ir nem­enda og kenn­ara þátt í friðsam­legri göngu um Aþenu en skól­um var lokað þar í dag vegna út­far­ar­inn­ar. Átök blossuðu hins veg­ar upp er ung­menni slóg­ust í hóp nem­end­anna og kenn­ar­anna og köstuðu stein­um og flösk­um í lög­reglu­menn við þing­húsið.

Beitti lög­regla tára­gasi til að dreifa mann­fjöld­an­um. Mik­il mót­mæli brut­ust út í land­inu eft­ir að pilt­ur­inn Al­ex­andros Grig­oropou­los var skot­inn til bana fyr­ir fjór­um dög­um og hafa þau staðið nær linnu­laust síðan. Hafa mót­mæl­end­ur m.a. kveikt í hundruð bygg­inga.

Tveir lög­reglu­menn hafa verið ákærðir vegna láts pilts­ins en ekki hef­ur enn verið skorið ná­kvæm­lega úr um það úr hvaða átt kúl­an kom sem varð hon­um að bana.

Alexandros Grigoropoulos
Al­ex­andros Grig­oropou­los AP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert