Krabbamein útbreiddast 2010

1.500 brjóstahöld hengd á snúru til að vekja athygli á …
1.500 brjóstahöld hengd á snúru til að vekja athygli á brjóstakrabbameini RUBEN SPRICH

Krabbamein verður komið fram úr hjartasjúkdómum sem helsta heilsuvá heims árið 2010 samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Fátæk ríki heims munu verða hvað verst úti af völdum krabbameins m.a. vegna hárrar tíðni reykinga og fituríks fæðis.

Samkvæmt skýrslunni munu 12 milljónir manna greinast með krabbamein á þessu ári og yfir sjö milljónir látast af völdum sjúkdómsins. Gert er ráð fyrir að á milli 20 og 26 milljón ný tilfelli krabbameins greinist árið 2030 og að fjöldi þeirra sem látist verði á milli 13 og 17 milljónir.

Stærstu krabbameinssamtök heims hittust á ráðstefnu í Atlanta í Bandaríkjunum í dag og ræddu meðal annars mikilvægi þess að hefja róttækari forvarnir í þróunarlöndunum þar sem krabbamein er víða ekki álitið brýnt vandamál.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert