Obama að snúast til hægri?

Barack Obama með . Hillary Clinton, verðandi utanríkisráðherra sínum.
Barack Obama með . Hillary Clinton, verðandi utanríkisráðherra sínum. Reuters

Frjáls­lynd­ir stuðnings­menn banda­ríska Demó­krata­flokks­ins eru nú sagðir ótt­ast að Barack Obama, sem kjör­inn hef­ur verið næsti for­seti Banda­ríkj­anna, sé að snúa baki við frjáls­lynd­um hug­mynd­um sín­um og fyr­ir­heit­um. Hef­ur val hans á fólki í lyk­il­stöður stjórn­ar sinn­ar valdið sí­vax­andi óró­leika inn­an þess­um hóps. Þetta kem­ur fram á vefn­um Politico.

Obama hef­ur þegar fallið frá fyr­ir­heit­um sín­um um aft­ur­kalla skatta­lækk­an­ir á efna­fólk um leið og hann tek­ur við embætti og að tíma­setja heim­kvaðningu banda­ríska herliðsins frá Írak.

Segja sum­ir að hann lík­ist fyr­ir­renn­ara sín­um Geor­ge W. Bush meira með hverj­um deg­in­um sem líður.

„Hann hef­ur staðfest grun­send­ir þeirra sem töldu að hann myndi raða í kring um sig miðju og hægri­mönn­um. Við von­um þó enn að áður en gengið verður frá öll­um laus­um end­um muni okk­ur tak­ast að fá fram a.m.k. eina fram­sækna til­nefn­ingu,” seg­ir  Tim Carpenter, formaður al­rík­is­sam­taka fram­sæk­inna demó­krata.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka