Óvinir lýðræðisins

00:00
00:00

Þeir sem hafa staðið fyr­ir óeirðum í Aþenu og öðrum grísk­um borg­um eru óvin­ir lýðræðis­ins, sagði Costas Karam­an­l­is, for­sæt­is­ráðherra Grikk­lands, í sjón­varps­ávarpi til grísku þjóðar­inn­ar nú und­ir kvöld.

„All­ir þeir, sem fara með of­beldi og eyðilegg­ingu eru óvin­ir lýðræðis­ins," sagði Karam­an­l­is og hvatti til þjóðarein­ing­ar. Fyrr í dag fór hann fram á, að mót­mælaaðgerðum, sem boðaðar hafa verið á morg­un, verði af­lýst.

Upp úr sauð í Grikklandi á laug­ar­dag þegar lög­reglumaður skaut 15 ára gaml­an dreng til bana. Hafa verið dag­leg­ar óeirðir síðan þar sem ung­menni hafa skemmt versl­an­ir, banka og stjórn­ar­bygg­ing­ar og bíla. Þá hef­ur stjórn­ar­andstaðan í Grikklandi kraf­ist þess að rík­is­stjórn­in víki.

Karam­an­l­is sagði, að rík­is­stjórn­in myndi halda ró sinni og binda enda á óeirðirn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert