Reyndi að selja þingsæti Obama

Rod Blagojevich
Rod Blagojevich

Ríkisstjórinn í Illinios var hefur verið handtekinn fyrir að ætla með brögðum að selja þingsæti það í öldungadeild bandaríska þingsins sem laust varð er Barcak Obama var kjörinn næsti forseti Bandaríkjanna, að sögn saksóknara.

Rod Blagojevich, ríkisstjóri, og starfsmannastjóri hans, John Harris, eru einnig sakaðir um að hafa hótað að draga til baka ríkisstuðning við Tribune Company í tengslum við sölu á hinum fræga hafnarboltavelli Wrigley Field til að „stuðla að brottrekstri leiðarahöfunda dagblaðs,“ segir í yfirlýsingu saksóknara en þessir leiðarahöfundar eru sagðir hafa verið gagnrýnir á ríkisstjórann og embættisfærslur hans.

Haft er eftir Patrick Fitzgerald, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna í yfirlýsingu að umfang spillingarinnar sem í ákærunni felist sé ótrúlegt. Því er haldið fram að ríkisstjórinn hafi beinlínis falboðið skipan öldungadeildarþingmanns, beitt sér persónulega í því efni „með ákafa sölumanns til að mæta árlegum sölumarkmiðum sínum“ og með ólögmætum hætti beitt embætti sínu til að þagga niður í gagnrýnum skrifum leiðarahöfunda.

Blagojevich var staðinn að verki í símtali sem var hlerað af yfirvöldum þar sem hann ræddi hvað hann gæti fengið í sinn hlut út á þá staðreynd að það kemur í hans hlut að skipa öldungadeildarþingmann í laust sæti sem Obama skilur eftir sig, að því er fram kemur í 76 síðna ákæruskjali alríkislögreglunnar FBI.

Ríkisstjórinn á sömuleiðis að hafa rætt um að fá umtalsverðar greiðslur fyrir setu í stjórnum í líknarfélögum og verkalýðsfélögum, að koma eiginkonu sinni í stjórn fyrirtækja sem hún gæti fengið greidd fyrir allt að 150,000 dali í stjórnarlaun, loforð um framlög í kosningasjóð, ráðherraembætti eða sendiherrastöðu erlendis fyrir sjálfan sig.

Málið þykir mikið áfall fyrir Illinios-ríki sem löngum hefur haft illt orð á sér fyrir spillingu og margir bundið vonir við sakfelling fyrri ríkisstjóra myndi leiða af sér umbætur og heiðarleika í stjórnmálum ríkisins. Málið nú sýni svart á hvítu að embætti ríkisstjóra hafi ekki snúist um neitt annað en sjálftöku peninga og stjórnmál ríkisins náð „nýjum botni“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert