Norður-Kórea kjarnorkuvopnaríki

Suður-Kóreubúar sjást hér mótmæla framferði stjórnvalda í Norður-Kóreu.
Suður-Kóreubúar sjást hér mótmæla framferði stjórnvalda í Norður-Kóreu. AP

Stjórnvöld í Norður-Kóreu segja ríkisstjórn George W. Bush Bandaríkjaforseta nú líta á landið sem eiganda kjarnorkuvopna. Í skýrslu sem unnin var fyrir bandarísk stjórnvöld kemur fram að Norður-Kórea sé nú orðið kjarnorkuvopnaríki en hingað til hefur það ekki fallið í þann hóp.

Bandarísk stjórnvöld hafa neitað því að viðhorfin sem birtast í skýrslunni séu opinber afstaða bandarískra stjórnvalda. Þá afstöðu hefur utanríkisráðherra Suður-Kóreu, sem starfar náið með bandarískum stjórnvöldum á vettvangi utanríkisþjónustu í Asíu, ítrekað.

Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa játað að hafa gert tilraunir með kjarnorkuvopn. Síðast í október 2006 með neðanjarðarsprengingu. Þrátt fyrir það hefur landið ekki talist til kjarnorkuvopnaframleiðanda síðan.

Í fyrrnefndri skýrslu segir að fimm ríki í og við Asíu geti talist til kjarnorkuvopnaþjóða. Það séu Kína, Rússland, Indland, Pakistan og Norður-Kórea, að því er AFP-fréttastofan greindi frá í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert