Rio Tinto dregur saman seglin

Vinnsla á vegum Rio Tinto skammt frá borginni Perth í …
Vinnsla á vegum Rio Tinto skammt frá borginni Perth í Ástralíu. HO

Ástralska stórfyrirtækið Rio Tinto, sem meðal annars framleiðir ál og kol, tilkynnti fyrir skemmstu að fyrirtækið hygðist fara út í miklar hagræðingaraðgerðir vegna verðfalls á framleiðsluvörum fyrirtækisins. Um 14 þúsund starfsmönnum á vegum fyrirtækisins verður sagt upp víða um heim. Á þetta eingöngu við um þann hluta starfsmanna sem starfar við námuvinnslu.

Um 8.500 starfsmönnum verktaka fyrirtækisins verður sagt upp störfum og um 5.500 starfsmönnum sem heyra beint undir fyrirtækið. Í tilkynningu frá Rio Tinto segir að aðgerðirnar miði að því að gera skuldastöðu fyrirtækisins viðráðanlegri svo að það geti mætt breyttum markaðsaðstöðum með betri hætti.

Rio Tinto yfirtók fyrr á þessu ári álframleiðslufyrirtækið Alcan og rekur álverið í Straumsvík undir heitinu Rio Tinto Alcan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert