Slysaskot varð pilti að bana

00:00
00:00

Verj­andi grisks lög­reglu­manns­ins, sem ákærður hef­ur verið fyr­ir að verða 15 ára pilti að bana í Aþenu á laug­ar­dag, seg­ir að rann­sókn hafi leitt í ljós að um hafi verið að ræða slysa­skot. Kúl­an, sem varð pilt­in­um að ald­ur­tila, hafi end­urkast­ast með þess­um af­leiðing­um.

Tveir lög­reglu­menn voru hand­tekn­ir og ákærðir vegna máls­ins. Ann­ar var ákærður fyr­ir mann­dráp og hinn fyr­ir aðild að mann­drápi. Skot­um var hleypt af þegar hóp­ur ung­linga grýtti bíl, sem lög­reglu­menn­irn­ir tveir voru í. Dag­leg­ar óeirðir hafa verið í Aþenu og fleiri borg­um í Grikklandi síðan.

Að sögn frétta­vefjar BBC hef­ur fjöl­skylda pilts­ins ráðið óháðan sér­fræðing til að fara yfir gögn í mál­inu til að tryggt verði að ekki verði um yf­ir­hilm­ingu af neinu tagi. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert